Hjólahjálmar

Í lok maí afhenti afhenti slysavarnanefnd Kvennadeild slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungarvík 5. bekk hjólahjálma að gjöf. Er þetta 7. árið sem deildin gefur 5 . bekk hjálma. Til hamingju með nýju hjálmana.

Lesa meira

Endurskinspokar

Kvennadeild slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Bolungarvík færði nemendum 1. bekkjar Grunnskóla Bolungarvíkur endurskinsbakpoka að gjöf í dag. Er það von félagsins að gangandi börn verði sýnilegri í umferðinni á leið sinni til og frá skóla og tómstundum. Er þetta þriðja árið sem félagið færir nemendum poka að gjöf

Lesa meira

Hjólahjálmar

Í dag færði slysavarnanefnd Kvennadeildar slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungarvík nemendum 5. bekkjar hjólahjálma að gjöf. Er þetta 5. árið sem deildin gefur 5. bekk hjólahjálma. Deildin þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að styrkja þetta verkefni Jakob Valgeir, Sjóvá og Samkaup. Til hamingju 5. bekkur með nýja hjálma!

Lesa meira

Endurskinsbakpokar

Kvennadeild slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Bolungarvík færði nemendum 1. – 4. bekkjar Grunnskóla Bolungarvíkur endurskinsbakpoka að gjöf í dag. Er það von félagsins að gangandi börn verði sýnilegri í umferðinni á leið sinni til og frá skóla og tómstundum. Félagið stefnir á að framvegis fái nemendur 1. bekkjar endurskinspoka að gjöf við skólabyrjun.

Lesa meira

112 dagurinn – örugg í umferðinni

Hinn árlegi 112 dagur var haldinn á öllu landinu í dag. Áherslan í ár var lögð á sýnileika óvarða einstaklinga þ.e. gangandi/hjólandi vegfarenda. Slysarvarnardeild kvenna í Bolungarvík og Björgunarsveitin Ernir tóku þátt með því að vera til staðar á fjölförnustu stöðum bæjarins í dag, kynna daginn og dreifa endurskinsmerkjum. “Endurskin virka eins og blikkljós þegar…

Lesa meira

Slysavarnarfélagið Landsbjörg 90 ára.

Slysavarnafélagið Landsbjörg fagnaði 90 ára afmæli 29. janúar síðastliðinn. Slysavarnafélag Íslands var stofnað 29. janúar 1918 en stofnun þess markaði upphaf skipulags björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi. Hinn 2. október 1999 sameinuðust Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg – landssamband björgunarsveita, í ein slysavarna- og björgunarsamtök, Slysavarnafélagið Landsbjörg. Afmælinu var fagnað um allt land mánudaginn 29 janúar…

Lesa meira

Endurskinsmerki í skammdeginu

Slysavarnafélagið Landsbjörg og félagseiningar þess hafa í mörg ár stuðlað að aukinni notkun almennings á endurskinsmerkjum, meðal annars með því að gefa endurskinsmerki. Síðastliðinn föstudag fóru fulltrúar Slysavarnardeildar kvenna í Bolungarvík í Grunnskóla Bolungarvíkur og færðu nemendum í 1. – 7. bekk endurskinsmerki að gjöf, einnig var farið í leikskólann Lambhaga þar sem nemendum þar…

Lesa meira