Umferðin

Öryggi eldri ökumanna hefur fengið aukna athygli undanfarin ár enda hafa ökumenn landsins verið að eldast.  Í dag eru um 12 % Íslendinga 65 ára og eldri en spár gera ráð fyrir að árið 2045 verði um 22% Íslendinga 65 ára og eldri.  Þannig að fjölgun eldri ökumanna er fyrirsjáanleg næstu árin.

Umferðin er orðin meira krefjandi og vandasamari en hún var og það krefst góðarar vitrænnar getu að komast á milli staða. Með aldrinum skerðist sjónin og hægist á viðbragði. Regluleg læknisskoðun er nauðsynleg og mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvort sjón, heyrn og snerpa sé farin að hafa áhrif á aksturshæfni. Ef ástæða þykir til að endurskoða aksturshæfnina ber aðstandendum og öðrum skylda til að benda viðkomandi á það.

Slysavarnafélagið Landsbjörg gerði könnun á því hvað eldri borgurum finnst um umferðina. Niðurstöðurnar eru hér.

Munið að nota alltaf bílbelti

Ökuskírteini þarf að endurnýja við 70 ára aldur. Endurnýjun á sér stað hjá lögreglustjóra og veitir hann allar nánari upplýsingar:

Lögregluvefurinn

Umferðarstofa hefur gefið út bækling með góðum ráðum til eldri ökumanna:

Eldri ökumenn í umferðinni

Pfizer á Íslandi hefur gefið út bækling um aldraða í umferðinni:

Aldraðir og umferð

Þetta efni er fengið af vef Landsbjargar

Til baka á