Björgunarsveitin hittist í húsi félagsins einu sinni í viku á fimmtudögum kl: 20:00. Þá eru svokölluð vinnukvöld þar sem farið er yfir tækjakost félagsins og dittað að þeim ásamt því að ræða um það  sem framundan er.

Engar kvaðir eru á þátttöku í deildunum, þú mætir þegar þú getur.

Æfingar eru skipulagðar með þátttöku móðurfélagsins Landsbjörgu eða Björgunarsveita í nágrenninu.

Björgunarsveitarfólk tekur þátt í leitum og björgunum þegar leitað er eftir því.

Nýir félagsmenn eru velkomnir.

 

Verkefni Björgunarsveitarinnar Ernis

Sjómannadagurinn 2017 var 11. júní
Á sumardaginn fyrsta hafa Björgunarsveitirnar boðið fjölskyldum bæjarins að koma upp í Tungudal á sleða, skíði og allt það sem rennur. Myndir í eigu Björgunarsveitarinnar Ernis
Á sjómannadaginn hefur Landsbjörg í Bolungarvík verið með gæslu í höfninni og hjálpað til við hin ýmsu skemmtiatriði. Mynd: Fjölnir Baldursson 2009 Mynd: Fjölnir Baldursson 2015
Fyrir hver áramót hefur Björgunarsveitin verið með flugeldasölu og sýningu á gamlárskvöld ásamt gæslu á brennu.

Til baka á