Hjóladagur Grunnskóla Bolungarvíkur er haldinn einu sinni á ári og þá komum við í heimsókn og förum yfir hjálma nemenda. Við setjum upp hjólabraut og nemendur taka þátt í getraun. Lögreglan kemur og skoðar hjólin. Síðast liðið vor var ákveðið að gefa miðstigi skólans hjólahjálma og urðu nemendur voða glaðir.

Við ákváðum að framvegis myndum við gefa nemendum 5. bekkjar hjálma og svo verður einnig í vor þegar hjóladagur verður haldinn í Grunnskólanum.