Frá árinu 1996 hafa Slysavarnafélagið Landsbjörg og Umferðarstofa gert árlega könnun á öryggisbúnaði leikskólabarna í bílum. Þessi könnun hefur verið innt af hendi af félagseiningum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og starfsfólki þeirra aðila sem að könnuninni standa. Fyrsta árið sem könnunin var gerð voru 28% barna laus í bílum og árið eftir voru 32% barna laus. Árið 2009 var þetta hlutfall komið niður í 3% sem er frábær árangur. Aldrei er þó hægt að sætta sig við að ekki sé vel búið að öllum börnum og ávallt bætast nýjir foreldrar við því verður sífellt að halda fræðslunni áfram. Þrátt fyrir góðan árangur undanfarin ár er ekki hægt að segja að 97% barnanna séu í réttum öryggisbúnaði þar sem 10% þeirra voru eingöngu í bílbelti sem er ekki réttur öryggisbúnaður fyrir leikskólabörn. Sjá nánar í niðurstöðum og leiðbeiningar um öryggisbúnað barna í bílum.

 Efni fengið af vef Landsbjargar og Samgöngustofu
Til baka á