Bretti, skautar og hlaupahjól

Hjólabretti, línuskautar og hlaupahjól er vinsæll ferðamáti, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Því miður eru slys í tengslum við þau algeng, en svo virðist sem margir líti þannig á að ekki sé þörf á að nota hlífar eða hjálma þegar verið er á þeim. Slysavarnafélagið Landsbjörg gaf árið 2002 út  bæklinginn Hlífðu þér í samvinnu við slysavarnadeildinar á Akranesi, Seltjarnarnesi, Reykjavík og Hafnarfirði, en hann fjallar um flest það sem viðkemur hlaupahjólum, hjólabrettum og línuskautum. Farið er yfir það sem þarf að hafa í huga þegar verið er að kaupa, hvernig eigi að bera sig að við notkun, hvar eigi að vera, hvernig ber að haga viðhaldi, hver algengustu slysin eru og hvaða öryggisbúnað eigi að nota. Þessi bæklingur hefur verið notaður í grunnskólum, honum hefur verið dreift á heilsugæslustöðvar og hægt er að nálgast hann endurgjaldslaust hjá félaginu.

Healys skór

Framleiðendur Healys ráðleggja öllum að nota hjálm og hlífar þegar verið er í Healys skóm. Mörg slys hafa orðið þegar klesst er á, dottið eða rekist á aðra einstaklinga og hafa þó nokkrar verslanir og skólar hér á landi bannað að verið sé í skónum hjá sér.

Fengið af vef Landsbjargar

Til baka á