Að gerast félagi -Hvað felst í því?

Það eru allir fullorðnir einstaklingar velkomnir að ganga í Kvennadeild slysavarnarfélags Landsbjargar í Bolungarvík. Engin sérstök inntökuskilyrði né form, bara mæta á fund og skrá sig. Það eru 4 fundir á ári, haust-, jóla-, aðal- og vorfundur. það er meðlimum frjálst hversu mikinn þátt þeir taka í starfsemi deildarinnar. Helstu hlutverk okkar eru að stuðla að bættum slysavörnum og styrkja og styðja við starfsemi björgunarsveitarinnar Ernis í Bolungarvík. Við skoðum slysahættur í bænum, sinnum hjóladegi með skólunum, athugum björgunarvestin á höfninni, gerum athuganir á sætisbeltanotkun bolvíkinga og gefum endurskinsmerki. Við tökum að okkur ýmisleg verkefni til að fjárafla starfsemi deildarinnar, t.d. sjáum við um kaffisölu á Sjómannadaginn og bökum fyrir og sjáum um erfidrykkjur.
Einu sinni til tvisvar á ári gerum við okkur glaðan dag sem er mikilvægt sem hópefli.
Í litlum bæjarfélögum er fólkið sem er tilbúið að gefa tíma sinn til að sinna samfélagsmálum mikilvægt, þátttaka í Kvennadeild slysavarnarfélags Landsbjargar í Bolungarvík gerir þig að mikilvægum einstakling