Slysavarnadeild kvenna í Bolungarvík

Við erum hressar konur sem erum í Slysavarnardeildinni Ásgerði í Bolungarvík.

Við látum okkur allt varða  sem viðkemur slysavörnum í okkar heimabæ.

Allir eru velkomnir í hópinn.

Fundir deildarinnar yfir árið eru:

Haustfundur, Vorfundur, Aðalfundur og jólafundur. Þess á milli funda nefndirnar eftir þörfum.

Gjafir gefnar árið 2017

Deildin færði Björgunarsveitinni Erni 5 Víking flotgalla, 5 hjálma og einnig tvær spjaldtölvur sem settar voru í bíla sveitarinnar.
Slysavarnadeild kvenna færði Unglingadeildinni sex þurrgalla, tíu hjálma ásamt skóm og hönskum að gjöf í gær. Það var Ragnheiður I. Ragnarsdóttir sem afhenti Gareth Rendall gjöfina og unglingar klæddu sig í gallana og prófuðu þá svo á næsta hitting deildarinnar.

Gjafir gefnar árið 2016

Á síðasta ári gaf Slysavarnadeild kvenna grunnskólanum heyrnarhlífar og tennisbolta til að draga úr hljóðmengun frá stólum og borðum á yngstastigi. Stefanía Ásmundsdóttir skólastjóri veitti gjöfinni viðtöku.
Vorið 2016 fengu nemendur á miðstigi Gunnskóla Bolungarvíkur hjálma að gjöf frá deildinni.
Miðstiginu færðir hjólahjálmar
Ungum dreng færð svunta á stólinn sinn
Deildin færði Grunnskólanum hljóðvistarplötur til að draga úr hávaða í mötuneyti skólans.

Til baka á