Skíðahjálmur er öryggistæki sem allir skíðaiðkendur ættu að nota hvort sem það eru börn eða fullorðnir. Þeir sem æfa skíði þekkja mikilvægi skíðahjálmsins og fara ekki á skíði án hans. Sem betur fer er gott úrval af skíðahjálmum í flestum útivistarverslunum á Íslandi og allir ættu að geta fundið hjálm við sitt hæfi. Einnig er hægt að fá lánaða skíðahjálma á flestum skíðasvæðum og fást þeir endurgjaldslaust.

Hvað þurfum við að hafa í huga þegar við erum á skíðum:

  • Öllum skíðamönnum ber að hegða sér á ábyrgan hátt í skíðabrekkunum. Þeir sem eru á undan í skíðabrekkunni eiga réttinn.

  • Ef þú þarft að stoppa í miðri brekka passaðu þig á að stoppa til hliðar þannig að þú skapir ekki óþarfa hættu í brekkunni.

  • Skíðahjálmur er mikilvægt öryggistæki ef skíðaslys verður og verndar eitt mikilvægasta líffæri líkamans, heilann, en hann vernda  ekki einstaklinga fyrir slysum sem verða vegna mikils hraða í brekkunum. Hálsmeiðsli, bakmeiðsli, handarbrot og fótbrot eru einnig algeng skíðaslys sem skíðahjálmurinn getur ekki komið í veg fyrir.

  • Mikilvægt er að nota eingöngu hjálm sem er hannaður sem skíðahjálmur. Hjólreiðahjálmar eru ekki hannaðir til notkunar í skíðabrekkum og veita því ekki þá vernd fyrir höfuðið sem þarf. Auk þess eru skíðahjálmar mun hlýrri og eru með festingu fyrir skíðagleraugun sem er mjög hentugt þá týnast þau síður.

  • Fullorðið fólk á að vera fyrirmynd barnanna og nota skíðahjálm. Börn gera eins og fullorðnir, en ekki eins og fullornir segja að þau eigi að gera. Höfuð foreldra er jafn mikilvægt og barnanna. Foreldrar verið staðföst í því að barnið eigi alltaf að nota skíðahjálm. Ef barnið vill ekki vera með skíðahjálm þá á að gilda sú regla að það fari ekki á skíði.

  • Áfengi er jafn hættulegt í skíðabrekkunum og á þjóðveginum.

  • Hvílið ykkur í smástund ef þið finnið fyrir þreytu.

  • Gætið sérstakrar varúðar ef börn eru í skíðabrekkunum. Börn eiga til skjótar hreyfingar sem erfitt er að sjá fyrir.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðum skíðasvæða.

Bláfjöll og Skálafell

Hlíðarfjall

Dalvík

Sauðárkrókur

Siglufjörður

Erlendar heimasíður um slysavarnir á skíðum:

www.ski-injury.com

www.isssweb.com

www.safesport.co.uk

Efnið er fengið af vef Landsbjargar
 Til baka á