Glöggt er gests augað

nefnist árlegt landsátak um öryggi eldri borgara sem slysavarnadeildirnar og Öryggismiðstöðin standa að sameiginlega þar sem öldruðum sem verða 76 ára á árinu er boðin heimsókn frá fulltrúum slysavarnadeildanna þar sem farið er yfir gátlista um öryggismál og slysavarnir á heimilinu, en meðal annars er skoðuð aðkoma að heimilinu, baðherbergi og stigar.

Viðlagahandbókin 

Heilsan er öllum dýrmæt, en slys geta haft langvarandi áhrif á hana. Slys hjá eldri borgurum hafa oft alvarlegri afleiðingar en hjá þeim sem yngri eru. Tölur sýna að 75% slysa hjá þeim sem eldri eru eiga sér stað innan veggja heimilisins. Ýmislegt er hægt að gera til að fyrirbyggja þessi slys, en ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin er að fara yfir öryggismál heimilisins og lagfæra það sem getur skapað hættu. Algengustu slysin hjá eldri borgurum eru fallslys í svefnherbergjum eða setustofu. Flest eru tengd þáttum eins og hálum gólfum, lélegri lýsingu og lausum mottum. Afleiðingar fallslysa geta verið alvarlegar fyrir eldri einstaklinga, þau geta dregið úr líkamlegri færni og lífsgæðum. Þörf á aðstoð getur aukist auk þess sem sálræn áhrif falls eru oft töluverð.

Markmið verkefnisins er að auka öryggi eldri borgara með því að kanna hvort augljósar slysagildrur séu á heimilinu, fá að líma miða með neyðarnúmerinu 112 á símann, gefa reykskynjara og endurskinsmerki.

Þetta efni er fengið af vefnum landsbjorg.is

Til baka á