Um hver áramót verða slys af völdum flugelda. Flestir slasast á höndum, en augnslys eru líka algeng þó svo að alvarlegum augnslysum hafi fækkað undanfarin ár, sem þakka má almennri notkun flugeldaglerauga. Algengasta orsök þessara slysa er vangá og/eða vankunnátta, þ.e. ekki farið eftir leiðbeiningum.

Um áramótin sjálf eru það fullorðnir karlmenn sem slasast mest, en dagana undan og eftir er mest um að ungir strákar slasist þegar þeir taka vörunar í sundur og búa til sínar eigin sprengjur. Slys tengd því fikti hafa mörg hver verið mjög alvarleg og áverkar oft bæði á andliti og á höndum þar sem einstaklingar hafa jafnvel misst hluta af útlim, fengið ævilangt lýti eða tapað sjón.

Til að sporna við þessum slysum er mikilvægt að foreldrar ræði þessi mál við börnin sín  og fylgist vel með hver iðja þeirra er dagana kringum  áramótin.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur árum saman verið stærsti innflutningsaðili flugelda hér á landi og flugeldasalan helsta fjáröflun björgunarsveita. Félagið hefur lagt mikið uppúr öryggismálum tengdum flugeldum, bæði fyrir sitt fólk og almenning. Allar vörur félagsins eru merktar með íslenskum leiðbeiningum um hvernig eigi að meðhöndla vöruna og bæklingur er gefinn út um hver áramót með ítarlegum leiðbeiningum hvernig eigi að bera sig rétt að við að skjóta upp flugeldum á íslensku, pólsku og ensku. Mjög mikilvægt er að kynna sér þessar leiðbeiningar áður en farið er að skjóta upp til að koma í veg fyrir slys.

Leiðbeiningar um notkun flugelda

Leiðbeiningar um notkun flugelda á ensku

Leiðbeiningar um notkun flugelda á pólsku

Pabbar og mömmur nota líka hlífðargleraugu

Ljósadýrð og hvellir sem koma frá flugeldum getur hrætt dýr og nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að þau haldi ró sinni. Best er að hafa þau inni, hafa ljós kveikt, byrgja glugga og hafa kveikt á útvarpinu.

 Gleymum ekki…bestu vinunum

 Fikt með flugelda er algengt hjá ungum strákum. Mikilvægt er að koma í veg fyrir það þar sem við þá iðju verða oft alvarlegustu slysin. Í myndbandinu Ekkert fikt sem félagið gerði er rætt við lækna og einstaklinga sem hafa slasast af völdum flugeldafikts og er markmiðið með myndbandinu að gera krökkum grein fyrir alvarleika þess að leika sér með flugeldavörur.

 Ekkert fikt
Reglugerð um skotelda

Efni fengið af vef Landsbjargar

Til baka á