Slysavarnadeild kvenna færði Unglingadeildinni sex þurrgalla, tíu hjálma ásamt skóm og hönskum að gjöf í gær.
Það var Ragnheiður I. Ragnarsdóttir sem afhenti Gareth Rendall gjöfina og unglingar klæddu sig í gallana og prófuðu þá svo á næsta hitting deildarinnar.
Á síðasta ári gaf Slysavarnadeild kvenna grunnskólanum heyrnarhlífar og tennisbolta til að draga úr hljóðmengun frá stólum og borðum á yngstastigi. Stefanía Ásmundsdóttir skólastjóri veitti gjöfinni viðtöku.
Vorið 2016 fengu nemendur á miðstigi Gunnskóla Bolungarvíkur hjálma að gjöf frá deildinni.
Miðstiginu færðir hjólahjálmarUngum dreng færð svunta á stólinn sinn