Innan unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur mikill fjöldi unglinga fundið athafnaþrá sinni farveg til heilbrigðra, spennandi og uppbyggilegra starfa.
Unglingadeildirnar starfa í tengslum við björgunarsveitir félagsins víða um land. Þar kynnast unglingarnir starfi björgunarsveita og slysavarnadeilda. Þeir sækja gagnleg námskeið og fá tækifæri til að ferðast um landið og öðlast í leiðinni innsýn í hvernig ber að varast þær hættur sem íslensk náttúra býr yfir.
Unglingadeildin er undirbúningur undir störf í Björgunarsveitum. Krakkar í Bolungarvík geta gengið í unglingadeildina þegar þau eru í 8. bekk Grunnskólans en skólinn hefur sett það sem eitt af valgreinum skólans. Krakkarnir fá öfluga fræðslu og æfingu í störfum björgunarsveita en þau hittast einu sinni í viku á mánudögum kl: 20:00.
Eins og er, er ekki starfrækt unglingadeild.
mars 2021
Til baka á