Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur í mörg ár unnið að forvörnum tengdum umferðinni. Í nokkur ár störfuðu umferðarfulltrúar hjá félaginu þar sem markmiðið var að auka öryggi vegfarenda á láglendi. Nú er stærsta verkefni félagsins tengt umferð á hálendinu og nefnist það Björgunarsveitir á hálendinu. Samhliða þessu gera félagið og einingar þess kannanir vítt og breitt um landið, meðal annars í tengslum við beltanotkun og öryggi barna í bílum, gera úttektir á öryggismálum tengdum umferðinni, halda fræðsluerindi fyrir 10. bekki grunnskólans, ásamt því að vera með fræðsluefni og námsefni um umferðaröryggi.
Í þessum flokki eru: