Saga kvennadeildarinnar
Stofnfundur var haldinn hjá Slysavarnadeild kvenna Bolungarvík í ,,Lesstofu sjómanna, sunnudaginn 31. jan 1965.
Gestir á fundinum var stjórn kvennadeildarinnar á Ísafirði þær, frú Sigríður Jónsdóttir, frú Iðunn Eiríksdóttir og frú Kristín Gunnarsdóttir. Þá var stjórn ,Slysavarnadeildarinnar Hjálp Bolungarvík, einnig Gísli Hjaltason fyrrv. formaður Hjálpar. Þá var einnig mættur Bergur Arinbjörnsson formaður, Slysavarnadeildarinnar á Akranesi.
Hófst fundurinn með því, að frú Elísabet Hjaltadóttir kvaddi sér hljóðs.
Bauð hún gesti og fundarkonur hjartanlega velkomna á þennan fund. Þakkaði hún sérstaklega stjórn kvennadeildarinnar á Ísafirði fyrir sína þátttöku í undirbúningi að stofnun þessarar deildar hér.
Lýsti hún ánægju sinni yfir stofnun deildarinnar og sagðist vona, að deildin starfaði af krafti og myndi vel vegna í framtíðinni.
Síðan bar hún undir fundarkonur, hvort allar væru ekki samþykkar að stofna þessa kvennadeild, sem samþykkt var með öllum greiddum athvæðum.
Þá var fyrsta stjórn kvennadeildarinnar kosin og hana skipa.
Formaður: Ásgerður Hauksdóttir.
Vara-formaður: Kristín Magnúsdóttir.
Ritari: Hólmfríður Hafliðadóttir.
Vara-ritari: Sæunn Guðjónsdóttir.
Gjaldkeri: Guðríður Benediktsdóttir.
Vara-gjaldkeri: Stela Finnbogardóttr.
Síðan bauð frú Elísabet hinn ný kjörna formann, að taka við fundarstjórn.
Þá tók til máls frú Sigríður Jónsdóttir formaður ,,Slysavarnadeildar kvenna á Ísafirði.
Þakkað hún innilega fyrir, að hafa verið boðin á þennan stofnfund og sagði að sér væri mikil ánægja, að mæta hér á stofnfund ,, Slysavarnadeildar kvenna Bolungarvík.
Gat hún þess m. a. að héðan sæi maður sjóinn blasa svo vel við, þar sem sjómenn okkar ættu í svo mikilli hættu við, og nú hefði ,einn hlekkur bæst við til styrktar málefni þeirra með stofnun þessarar deildar.
Þá færði hún hinni nýstofnuðu deild, fagran blómvönd frá ,, Slysavarnadeild kvenna á Ísafirði.
Síðan minntist hún á frú Guðrúnu Jónasson, sem hefði verið formaður allra kennadeilda á landinu
Sagði hún, að frá Guðrún hefði ætíð langað, til þess að koma til Bolungarvíkur til þess að stofna kvennadeild, en hún hafi aldrei fengið tækifæri til þess.
Þá sagðist hún hafa átt tal við frú Gróu Pétursdóttur Reykjavík og sagt henni að fyrirhugað væri að stofna kvennadeild hér í Bolungarvik. Sagði hún, að frú Gróa hefði orðið svo mjög, mjög glöð yfir því og bað hún Sigríði að flytja bestu kveðjur frá sér, með þakklæti fyrir þegar hún hefði komið hér í heimsókn með sína deild.
Að lokum sagðist hún vilja taka sér munn orð frú Guðrúnar Jónasson.
,,Starfið ætíð í anda kærleikans konur mínar þá mun deild ykkar vel vegna í framtíðnni,,
Þá þakkaði formaður frú Sigríði gjöfina og hennar hlýju orð og bað fundinn að hrópa ferfalt húrra fyrir ,, Slysavarnadeild kvenna Ísafrði.
Síðan bað formaður hinn nýskipaða ritara að lesa upp lög Slysavarnafélagsins.
Tók Hólmfríður þá til mál sagðist vera með bestu kveðjur frá Hinrik Hálfdánarsyni skrifstofustjóra ,, Slysavarnafélags Íslands,,
Síðan las hún lög félagsins.
Formaður gat þess, að inntökugjald í kvennadeildina yrði kr. 25 og ársgjald kr 50.
Þá voru kosir tveir endurskoðendur, hlutu þær kosningu Helga Svana Ólafsdóttr og Guðrún Pálmadóttir.
Þá bauð formaður gestum og fundarkonum uppá kaffi og meðlæti, sem Slysavarnakonur önnuðust.
Þá tók til máls frú Iðunn Eiríksdóttir frá Ísafirði. Byrjaði hún með því að þakka kærlega fyrir boðið á þennan fund og frú Elísabetu þakkaði hún fyrir hennar orð í þeirra garð.
Iðunn gerði grein fyrir stafssemi kvennadeildarinnar á Ísafirði.
Sagði hún að þær hefðu venjulegast þrjá fundi á ári.
Skemmti- og kaffinefnd kysu þær fyrir hvern fund, sagði hún að þær borguðu smáveigis fyrir kaffið, sem þær leggðu síðan í sérstakan sjóð, er þær nefndu kaffisjóð. Þennan sjóð notuðu þær síðan til ferðalaga hefðu þær t.d. farið á Látrabjarg og til Reykjavíkur.
Svo til fjáröflunar hefðu þær haft hlutaveltur og í haust köku-basar, sem hefði gefist mjög vel.
Fastan fjáröflunardag hefðu þær og væri það einmánaðardagur, þá seldu þær merki sem þær hefðu gert sjálfar og hefðu svo skemmtun þar sem konurnar önnuðust öll skemmtiatriðin sjálfar, og væru þessar skemmtanir mjög vinsælar.
Svo hefðu þær basar 1. mars ár hvert og einnig söluborð og hefði þetta reynst mjög góðar tekjulindir.
Að lokum sagðist hún vilja benda okkur á, að neita borga skemmtana skatt, því þetta tilheyrði mannúðarstarfsemi.
Óskaði hún síðan deildinni allra heilla á komandi árum.
Þá kvaddi sér hljóðs Bergur Arinbjörnsson og mælti hann á þá leið, að sér liði aldrei eins vel og þegar hann væri á meðal slysavarnafélagsfólks og hefði hann áreiðanlega átt að flytja kveðjur frá slysavarnadeildinni á Akranesi, hefði hún vitað að hann myndi verða hér í dag.
Taldi hann merk tímamót í sögu hvers byggðarlags er svona deild væri stofnuð, sagði hann konurnar vera svo virkir þátttakendur í þessu málefni. Óskaði hann deildinni allrar blessunar og sagðist hann vonast til þess, að hún yrði góð driffjöður í Slysavarnafélagi Íslands. Lauk hann máli sínu þannig: Alskyggnd augu mætti lýsa slysavarnadeildinni um tíma og ótíma.
Formaður þakkaði Bergi og bað hann fyrir bestu kveðjur til slysavarnadeildar kvenna á Akranesi.
Því næst talaði Gísli Hjaltason og sagðist hann vonast til þess, að frú Sigríður Jónsdóttir yrði enn um sinn, sá góði hlekkur, sem hún hafði verið í slysavarnafélaginu um land allt.
Óskaði hann kvennadeildinni velfarnaðar í framtíðinni og þakkaði hann slysavarnafélagskonum fyrir samstarfið á liðum árum, því konurnar hefðu verið aðal driffjöðrin í ,, Slysavarnadeildinni Hjálp hvað fjáröflun snerti og sagðist hann sakna mjög kvennanna úr,,Hjálp“.
Benti hann, hinni nýskipuðu stjórn að leita til kvennadeildarinnar á Ísafirði, ef hún þyrfti á stuðningi að halda.
Formaður sagði þá, að við konurnar skildum með söknuði við karlmennina, en vonuðumst eftir góðu samstarfi við ,, Slysavarnadeildina Hjálp og kvennadeildina á Ísafirði. Þá leitaði hún álits fundarkvenna um að hafa söluborð er var samþ. og nefnd kosin til að annast það. Nefndina skipa eftirtaldar konur: Ásgerður Hauksdóttir, Margrét Halldórsdóttir,Petrína Jónsdóttir, Jónína Magnúsdóttir, Guðfinna Benjamínsdóttir, Helga Svana Ólafsdóttir, Kristný Pálmadóttir, Hulda Eggertsdóttir, Herdís Eggertsdóttir.
Kaffinefnd f. næsta fund var kosin og hana skipa . Erla Sigurgeirsdóttir, Evlalía Sigurgeirsdóttir, Guðmunda Pálsdóttir, Ósk Guðmundsdóttir, Elísabet Bjarnadóttir, Guðlaug Jónsdóttir.
Þá tók til máls Hálfdán Einarsson og sagði hann, að sér ætti eiginlega að vera best kunnugt um starfsemi kvennanna í ,, Slysavarnadeildinni Hjálp, því þær hefðu alltaf komið með afraksturinn til sín.
Sagði Hálfdán, að stjórn Hjálpar myndi gera það að tillögu sinni, að láta konurnar hafa með sér frá ,, Slysavarnadeildinni Hjálp“ kr: 20.000 til þess að byrja með starfsemi sína. Óskaði hann deildinni alls góðs.
Fleira var ekki gert og fundi slitið.
Að endingu sungu allir ,, Hvað er svo glatt“
Kristín Magnúsdóttir (settur fundaritari)
Samþ. Ásgerður Hauksdóttir