Snjóbretti er vinsælt áhugamál. Það eru margir sem leggja leið sína í fjallið á góðviðrisdögum og renna sér nokkrar ferðir. Iðkun snjóbretta felur í sér töluverða áhættu á slysum, frá því að vera smá veltur í það að verða harðari árekstrar við annað hvort annað skíðafólk eða landslagið. Einungis sú ástæða að báðir fætur þess sem rennir sér á snjóbretti eru fastir við brettið með bindingum sem losna ekki sjálfkrafa er þess valdandi að fall er aðal orsök áverka og slysa á snjóbrettum.
Helstu áverkar sem verða á snjóbretti eru meiðsl á úlnlið, ökklum, hnjám og höfði.
Úlnliðsmeiðsl eru algengasti áverkinn í snjóbrettaiðkun, þegar dottið er aftur fyrir sig eða fram fyrir sig eru ósjálfráð viðbrögð að bera fyrir sig hendurnar. Hart fall getur orsakað tognun eða jafnvel beinbrot. Hægt er að draga úr líkum á þessum meiðslum með því að nota úlnliðshlífar. Einnig er hægt að reyna að þegar þú fellur aftur fyrir þig að bera ekki fyrir þig hendurnar heldur lenda á olnbogunum. Þetta krefst æfingar og mikilvægt er að æfa sig í að detta rétt.
Ökklameiðsl verða þegar brettaskórinn nær ekki að styðja við ökklann, á þetta sérstaklega við þegar verið er að stökkva og við árekstra við aðra í brekkunni. Góður útbúnaður hefur mikið að segja til að koma í veg fyrir þessi meiðsl. Mýkri og eftirgefanlegir skór styðja minna við heldur en stífari skór og líkurnar á ökklameiðslum eru meiri í mýkri skóm.
Hnjámeiðsl verða helst við árekstur og óvæntar og skyndilegar beygjur. Til að koma í veg fyrir þessi meiðsl er mikilvægt að gera sér grein fyrir takmörkunum sínum og ætla sér ekki um of. Gott er að muna að læsa ekki hnjánum þegar verið er að renna sér, við það að hafa hnén föst fá þau meira högg á sig þegar verið er að stökkva eða ójöfnur eru í brautinni.
Höfuðmeiðsl verða við árekstur og fall og því er snjóbrettahjálmur nauðsynlegt öryggistæki.
Þegar verið er á snjóbretti utanbrautar eða þar sem hætta er á snjóflóðum er mikilvægt og jafnvel lífsnauðsynlegt að hafa, snjóflóðaýlir, snjóflóðastöng og skóflu meðferðis. Kunnátta á tækin er líka mikilvæg. Að hafa sótt námskeið í snjóflóðum er kostur.
Nokkrar góðar ábendingar:
-
Veljið braut og hindranir sem henta hæfileiksstigi ykkar.
-
Farið rólega af stað og áttið ykkurá aðstæðum á skíðasvæðinu.
-
Sýnið sérstaka varúð ef útsýni er lélegt eða lendingar úr stökkum eru harkalegar.
-
Fylgist með hraðanum. Þið skíðið eða ferðist umá svæðinu á eigin ábyrgð.
-
Notið hjálm.
-
Haldið ykkur á brautinni sem þið völduð og farið ekki á milli brauta.
-
Fylgist vel með. Hafið ávallt í huga eigið öryggi og annarra þegar þið rennið ykkur um svæðið.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðum skíðasvæða.
Erlendar heimasíður um slysavarnir á skíðum og snjóbrettum:
www.backcountryaccess.com
www.ski-injury.com
Efnið er fengið af vef Landsbjargar
Til baka á