Hjólreiðar
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur lagt áherslu á að lögleiða skuli hjálmanotkun fyrir alla hjólreiðamenn, en í dag ber einungis þeim sem eru yngri en 15 ára skylda til að vera með hjólreiðahjálm. Fyrst eftir að reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla var sett 1995 varð vakning á hjálmanotkun. Þróunin hin seinni ár hefur verið sú að notkun á hjálmum hefur farið minnkandi, sérstaklega hjá börnum frá níu ára aldri og fram yfir unglingsárin og má ef til vill rekja hana til þess að það vanti fyrirmyndinar sem eru þeir fullorðnu.
Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðarstofa og Ríkislögrelgustjóri gáfu út bækling um hjólreiðar árið 2000 sem dreift var í skóla og á heilsugæslustöðvar. Þessi bæklingur hefur verið notaður mjög mikið og var hann enduprentaður 2007. Bæklingurinn tekur á hjálmanotkun, þeim öryggisbúnaði sem á að vera á hjólum og hvað það er sem ber helst að hafa í huga við hjólreiðar barna.
Hjólreiðadagur
Margar slysavarnadeildir halda hjólreiðadag á vorin. Það er nokkuð mismunandi eftir deildum hvað er gert á þessum degi sammerkt er með deginum að farið er yfir öryggi hjólanna og börnum kennt að stilla hjálmana rétt. Þessi dagur er oft haldinn í samvinnu við lögreglu, foreldrafélag, skóla, verslanir, Kiwanis og björgunarsveit. Með þeim hætti er hægt að hafa daginn nokkuð stóran með veitingum, hjólreiðaþrautum, vinningum, viðurkenningarskjölum, afslátt á hjólreiðavörum o.fl.
Áhugaverðar vefslóðir:
Fengið af vef Landsbjargar
Til baka á