Mjög mikilvægt er að allir geti verið öryggir á heimili sínu, en heimaslys eru algengustu slysin hjá ungum börnum og eldri borgurum. Margt er hægt að gera til að fyrirbyggja þessi slys en það verður ekki gert nema að hver og einn skoði heimili sitt með gagnrýnum augum og gott er að styðjast við gátlista í þeim efnum og spyrja sig eftirfarandi spurninga:

Hafa orðið slys á heimilinu þínu?

Hvernig urðu þau?

Hefði mátt koma í veg fyrir þau?

Hvernig?

Eru fleiri slysagildrur á heimilinu?

Hvað með gestkomandi börn?

Hvað með aldraða ættingja?

 Efnið er fengið af vef Landsbjargar
 Til baka á