Endurskinsmerki

Slysavarnafélagið Landsbjörg og félagseiningar þess hafa í mörg ár stuðlað að aukinni notkun almennings á endurskinsmerkjum, meðal annars með því að gefa endurskinsmerki.  Með notkun endurskinsmerkja er hinn almenni vegfarandi að auka öryggi sitt til muna,  hann sést fimm sinnum fyrr þegar hann lendir í ljósgeisla bíls miðað við þann sem er ekki með endurskin. Best er að velja fatnað sem er með endurskini á. Ef endurskin er ekki til staðar á fatnaðinum þarf að hafa laus endurskinsmerki á sér. Endurskinsmerkin þurfa að vera þannig  staðsett að ljósgeisli frá bíl falli á þau hvort sem bíllinn kemur á móti eða aftan að vegfaranda.

 Staðsetning endurskinsmerkja

Endurskinsmerki þurfa að vera neðarlega og sjást frá öllum hliðum. Hangandi endurskinsmerki er best að setja fyrir neðan mitti, eitt á hvora hlið. Allar skólatöskur/bakpokar eiga að vera með endurskinsmerki. Á barnavögnum er best að hafa endurskin á öllum hliðum.

Framleiðandi

Glimmis endurskinsmerkin sem slysavarnadeildir og björgunarsveitir eru að gefa/selja eru framleidd af fyrirtækinu Popomax. Glimmis endurskinsmerkin eru öryggisbúnaður framleiddur í Svíþjóð og á ekki að nota sem leikfang. Endurskinsmerkin frá Glimmis uppfylla staðla um persónuleg endurskinsmerki (EN 13356, SP-ID-númer 04022, vottunarnúmer 424601) og eru CE-vottuð.Ef endurskinsmerkið rispast, skemmist eða verður óhreint, dregur úr endurskinsgetunni. Strjúkið því reglulega af því með rökum klúti og skiptið út skemmdum merkjum.

Fengið af vef Landsbjargar

Til baka á