Slysavarnadeildin Ásgerður í Bolungarvik afhenti þriðjudaginn 10. júní, börnum á Glaðheimum Barnakassa, þ.e. Sjúkrakassi. Markmiðið með Barnakassanum er að bjóða upp á skemmtilega og líflega hönnun sem höfðar til barna og sáraumbúðir sem eru lagaðar að líkamsstærð barna svo að þær trufli ekki eðlilega hreyfingu, séu þægilegar í notkun og stuðli að því að sárin…
Lesa meiraÁ dögunum var hellulagt fyrir framan slysavarnarhúsið okkar. Sá sem á heiðurinn að því verki er Þotan ehf/Elvar Sigurgeirsson. Hann sá um alla framkvæmdina og gaf okkur vinnu og hellur. Við viljum þakka honum kærlega fyrir góða gjöf.
Lesa meiraSlysavarnadeildin Ásgerður var með sitt árlega sjómannadagskaffi á sjómannadaginn. Við stjórnin viljum þakka nefndinni kærlega fyrir skipulagninguna og vinnuna sem þið lögðuð til og ykkur félögunum að baka og fl. Við gátum boðið bæjarbúum og gestum uppá frítt kaffi og meðlæti vegna þess að það voru fyrirtæki hér í bæ sem stóðu við bakið á…
Lesa meiraÍ dag var nemendum í 5. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur afhentir hjólahjálmar. Þetta er tíunda árið sem Slysavarnadeildin Ásgerður hefur gefið nemendum í 5. bekk reiðhjólahjálma. Til hamingju krakkar.
Lesa meira5. bekk við Grunnskóla Bolungarvíkur voru færðir hjólahjálmar að gjöf frá Slysavarnadeildinni Ásgerði. Þetta er áttunda árið sem deildin gefur hjólahjálma. Til hamingju krakkar.
Lesa meiraÍ lok maí afhenti afhenti slysavarnanefnd Kvennadeild slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungarvík 5. bekk hjólahjálma að gjöf. Er þetta 7. árið sem deildin gefur 5 . bekk hjálma. Til hamingju með nýju hjálmana.
Lesa meiraKvennadeild slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Bolungarvík færði nemendum 1. bekkjar Grunnskóla Bolungarvíkur endurskinsbakpoka að gjöf í dag. Er það von félagsins að gangandi börn verði sýnilegri í umferðinni á leið sinni til og frá skóla og tómstundum. Er þetta þriðja árið sem félagið færir nemendum poka að gjöf
Lesa meiraÞann 28. maí sl. afhenti slysavarnanefnd Kvennadeild slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungarvík 5. bekk hjólahjálma að gjöf. Er þetta 6. árið sem deildin gefur 5 . bekk hjálma.
Lesa meiraUm leið og við óskum sjómönnum til hamingju með daginn viljum við þakka frábærar mótttökur í kökulínuhappadrætti kvennadeildar Slysavarnarfélagsins sem fram fór í gær. Takk fyrir stuðninginn.
Lesa meiraÍ dag færði slysavarnanefnd Kvennadeildar slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungarvík nemendum 5. bekkjar hjólahjálma að gjöf. Er þetta 5. árið sem deildin gefur 5. bekk hjólahjálma. Deildin þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að styrkja þetta verkefni Jakob Valgeir, Sjóvá og Samkaup. Til hamingju 5. bekkur með nýja hjálma!
Lesa meira