Brunasár eru metin eftir dýpt og umfangi.
Þrjú stig brunasára
Fyrsta stigs bruni: Bruninn nær eingöngu til ytra lags húðarinnar og helstu einkennin eru roði, bólga og sviði. Dæmi eru sólbruni eða heitur vökvi. Fyrsta stigs brunasár gróa vel ef þau eru kæld strax.
Annars stigs bruni: Þá nær brunasárið lengra inn í húðina, og sár og blöðrur myndast. Ef annarsstigs brunasár þekja meira en 50% líkamsyfirborðs geta þau verið lífshættuleg. Venjulega gróa þessi sár vel ef þau eru ekki mjög stór.
Þriðja stigs bruni: Þá nær bruninn í gegnum húðina og niður í vefina. Skemmdir geta orðið á taugum, vöðvum og fitu. Húðin virðist föl, hvít og vaxkennd. Nauðsynlegt er að leita til læknis með þriðja stigs brunasár.
Fyrstu viðbrögð:
Mikilvægt er að kæla brunasár sem fyrst með vatni.
Vatnið á að vera volgt eða um 10- 25° heitt.
Kæla á þar til sársaukinn er horfin.
Ef um alvarlegan bruna er að ræða á að byrja á að kæla og hringja síðan í Neyðarlínuna 112.Bruni og brunameðferð – Gefið út af Landspítali- háskólasjúkrahús
Til baka á