Örugg efri ár
Bæklingurinn Örugg efri ár fjallar meðal annars um heilbrigt líferni og hvernig hægt er að fyrirbyggja heimaslys. Vegna skertrar sjónar, heyrnar og minnkaðs viðbragðs er aukin hætta á að aldraðir lendi í slysum. Fall er algengasta ástæða slysa hjá þeim og mikilvægt að aldraðir geri sér grein fyrir þessum breytingum sem verða á hæfni þeirra og geri umhverfi sitt eins öruggt og kostur er. Samhliða bæklingnum hefur félagið boðið uppá fyrirlestra um það hvernig megi stuðla að öruggari efri árum og geta áhugasamir haft samband við slysavarnasvið hjá félaginu í síma 570-5900.
Efni fengið af vef Landsbjargar
Til baka á