Hinn árlegi 112 dagur var haldinn á öllu landinu í dag. Áherslan í ár var lögð á sýnileika óvarða einstaklinga þ.e. gangandi/hjólandi vegfarenda.
Slysarvarnardeild kvenna í Bolungarvík og Björgunarsveitin Ernir tóku þátt með því að vera til staðar á fjölförnustu stöðum bæjarins í dag, kynna daginn og dreifa endurskinsmerkjum. “Endurskin virka eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina óvarða vegfarendur þeim mun minni líkur eru á að slys verði.” segir á síðu samgöngustofu. Einnig kemur þar fram að endurskin getur skilið á milli lífs og dauða því staðreyndin er sú að ökumenn sjá óvarða einstaklinga fimm sinnum fyrr ef þeir eru með endurskinsmerki. Bestu staðir fyrir endurskinsmerki, svo þau séu sem sýnilegust er:
Fremst á ermum
Hangandi meðfram hliðum
Á skóm eða neðarlega á buxnarskálmum.
Slysarvarnardeild kvenna og Björgunarsveitin Ernir þakkar móttökurnar í dag.
Helga Svandís og Steinunn
Þóra og Jón Egill