Slysavarnafélagið Landsbjörg og félagseiningar þess hafa í mörg ár stuðlað að aukinni notkun almennings á endurskinsmerkjum, meðal annars með því að gefa endurskinsmerki.
Síðastliðinn föstudag fóru fulltrúar Slysavarnardeildar kvenna í Bolungarvík í Grunnskóla Bolungarvíkur og færðu nemendum í 1. – 7. bekk endurskinsmerki að gjöf, einnig var farið í leikskólann Lambhaga þar sem nemendum þar var fært endurskinsmerki.
Hvetjum við eindregið til þess að endurskinsmerkin séu notuð í skammdeginu því sýnt hefur verið fram á að gangandi vegfarandi með endurskinsmerki sést fimm sinnum fyrr heldur en sá sem ekki ber endurskinsmerki. Því er mikilvægt að allir séu með endurskinsmerki til þess að auka öryggi gangandi vegfarenda í umferðinni.