Slysavarnadeildin í Hnífsdal tók í dag í notkun kar sem inniheldur 11 björgunarvesti af öllum stærðum og staðsett er á bryggjunni í Hnífsdal. Fyrrverandi formaður deildarinnar Páll Hólm átti hugmyndina en þetta er gert í hans minningu. Mæðginin Guðrún og Rúnar Hólm opnuðu fyrir notkun karsins en viðstaddar voru deildir frá Bolungarvík, Ísafirði og Hnífsdal.…
Lesa meira