Í lok maí afhenti afhenti slysavarnanefnd Kvennadeild slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungarvík 5. bekk hjólahjálma að gjöf. Er þetta 7. árið sem deildin gefur 5 . bekk hjálma. Til hamingju með nýju hjálmana.
Lesa meiraKvennadeild slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Bolungarvík færði nemendum 1. bekkjar Grunnskóla Bolungarvíkur endurskinsbakpoka að gjöf í dag. Er það von félagsins að gangandi börn verði sýnilegri í umferðinni á leið sinni til og frá skóla og tómstundum. Er þetta þriðja árið sem félagið færir nemendum poka að gjöf
Lesa meiraÞann 28. maí sl. afhenti slysavarnanefnd Kvennadeild slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungarvík 5. bekk hjólahjálma að gjöf. Er þetta 6. árið sem deildin gefur 5 . bekk hjálma.
Lesa meiraUm leið og við óskum sjómönnum til hamingju með daginn viljum við þakka frábærar mótttökur í kökulínuhappadrætti kvennadeildar Slysavarnarfélagsins sem fram fór í gær. Takk fyrir stuðninginn.
Lesa meiraÍ dag færði slysavarnanefnd Kvennadeildar slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungarvík nemendum 5. bekkjar hjólahjálma að gjöf. Er þetta 5. árið sem deildin gefur 5. bekk hjólahjálma. Deildin þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að styrkja þetta verkefni Jakob Valgeir, Sjóvá og Samkaup. Til hamingju 5. bekkur með nýja hjálma!
Lesa meiraKvennadeild slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Bolungarvík færði nemendum 1. – 4. bekkjar Grunnskóla Bolungarvíkur endurskinsbakpoka að gjöf í dag. Er það von félagsins að gangandi börn verði sýnilegri í umferðinni á leið sinni til og frá skóla og tómstundum. Félagið stefnir á að framvegis fái nemendur 1. bekkjar endurskinspoka að gjöf við skólabyrjun.
Lesa meiraSlysavarnadeildin í Hnífsdal tók í dag í notkun kar sem inniheldur 11 björgunarvesti af öllum stærðum og staðsett er á bryggjunni í Hnífsdal. Fyrrverandi formaður deildarinnar Páll Hólm átti hugmyndina en þetta er gert í hans minningu. Mæðginin Guðrún og Rúnar Hólm opnuðu fyrir notkun karsins en viðstaddar voru deildir frá Bolungarvík, Ísafirði og Hnífsdal.…
Lesa meiraÍ dag var hjóladagur Grunnskólans og af því tilefni gaf slysavarnadeild kvenna nemendum i 5. bekk reiðhjólahjálma. Farið var í alla bekki á mið- og yngstastigi og hjálmar skoðaðir og hjálpað til við að setja þá rétt á höfuð nemenda. 7. bekkur útbjó hjólabraut og þegar bekkirnir voru búnir að fara í gegnum brautina þá…
Lesa meiraBúist er við stormi á Vestfjörðum í nótt allt að 20 m/s samkvæmt veðurstofunni. Munið að binda allt lauslegt og taka inn það sem hægt er að taka inn.
Lesa meiraNýja heimasíða Landsbjargar í Bolungarvík verður opnuð kl: 15:00 í dag laugardag 29. apríl á afmælisdegi Slysavarnadeildarinnar Hjálpar sem stofnuð var á þessum degi árið 1933. Hönnuður síðunnar er Auður Hanna Ragnarsdóttir
Lesa meira