Kvennadeild slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Bolungarvík færði nemendum 1. – 4. bekkjar Grunnskóla Bolungarvíkur endurskinsbakpoka að gjöf í dag. Er það von félagsins að gangandi börn verði sýnilegri í umferðinni á leið sinni til og frá skóla og tómstundum. Félagið stefnir á að framvegis fái nemendur 1. bekkjar endurskinspoka að gjöf við skólabyrjun.