Slysavarnafélagið Landsbjörg fagnaði 90 ára afmæli 29. janúar síðastliðinn. Slysavarnafélag Íslands var stofnað 29. janúar 1918 en stofnun þess markaði upphaf skipulags björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi. Hinn 2. október 1999 sameinuðust Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg – landssamband björgunarsveita, í ein slysavarna- og björgunarsamtök, Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Afmælinu var fagnað um allt land mánudaginn 29 janúar síðastliðinn og tóku allar einingar innan Slysavarnarfélagsins Landsbjargar þátt í afmælisgleðinni.

Björgunarsveitin Ernir, Slysavarnardeildin Hjálp og Slysavarnardeild kvenna buðu í afmæliskaffi í húsi slysavarnardeilda við Hafnargötu. Streymt var frá hátíðarfundi félagsins frá höfuðstöðvum og klukkan 21:00 var hvítu svifblysi skotið á loft um land allt.

Var kaffisamsætið vel sótt og var fullt út að dyrum.

Þökkum við öllum kærlega fyrir komuna.